40 milljóna kröfur á þrotabú ÍNN

Ingvi Hrafn Jónsson á Hrafnaþingi á sjónvarpsstöðinni ÍNN.
Ingvi Hrafn Jónsson á Hrafnaþingi á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Ljósmynd/ÍNN

Gjaldþrotaskiptum á þrotabúi sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN lauk um miðjan febrúar. Niðurstaðan var sú að engar greiðslur fengust upp í lýstar kröfur sem námu tæplega 40 milljónum króna. 

Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingarblaðinu en þar segir að engar eignir hafi fundist í þrotabúi ÍNN. 

ÍNN-Íslands Nýj­asta Nýtt ehf., fé­lagið sem rak sjón­varps­stöðina ÍNN, var tekið til gjaldþrota­skipta í nóvember, stuttu eftir að stjórn­end­ur sjón­varps­stöðvar­inn­ar greindu frá ákvörðun sinni um að leggja niður rekst­ur.

Í lok sama mánaðar greindi Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsmaður á ÍNN, frá því að eigendur Hringbrautar hefðu keypt þrotabú stöðvarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK