Viðskipti
| mbl
| 15.3.2018
| 16:47
| Uppfært
18:26
40 milljóna kröfur á þrotabú ÍNN
Gjaldþrotaskiptum á þrotabúi sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN lauk um miðjan febrúar. Niðurstaðan var sú að engar greiðslur fengust upp í lýstar kröfur sem námu tæplega 40 milljónum króna.
Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingarblaðinu en þar segir að engar eignir hafi fundist í þrotabúi ÍNN.
ÍNN-Íslands Nýjasta Nýtt ehf., félagið sem rak sjónvarpsstöðina ÍNN, var tekið til gjaldþrotaskipta í nóvember, stuttu eftir að stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar greindu frá ákvörðun sinni um að leggja niður rekstur.
Í lok sama mánaðar greindi Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsmaður á ÍNN, frá því að eigendur Hringbrautar hefðu keypt þrotabú stöðvarinnar.
Erlendar viðskiptafréttir
Forbes
07:20
Infiniti Confirms Plans To Build An Electric Vehicle Platform Based On Its Q Inspiration Concept
Forbes
07:10
Mercedes-Benz Debuts The A-Class L, A Long Wheelbase Version Of Its Small Sedan, At Auto China 2018