Landsbréf högnuðust um 1,1 milljarð

Hagnaður af rekstri Landsbréfa nam 1.113 milljónum króna á árinu 2017, samanborið við 702 milljóna króna hagnað fyrir rekstrarárið 2016. Aukning hagnaðar skýrist fyrst og fremst af árangurstengdum þóknunum af rekstri framtakssjóða.

Hreinar rekstrartekjur námu 2.292 milljónum króna á árinu 2017 samanborið við 1.730 milljónir króna rekstrarárið 2016. Eigið fé Landsbréfa í árslok 2017 nam um 3.763 milljónum króna samanborið við 3.150 milljónir króna í lok 2016.

Í lok tímabilsins voru eignir í stýringu 162 milljarðar króna samanborið við 184 milljarða í byrjun árs. Skýrist lækkunin annars vegar af arðgreiðslum úr framtakssjóðum og hins vegar í sveiflum á stærð fjárfestingarsjóðsins Landsbréf – Veltubréf, en sá sjóður fjárfestir fyrst og fremst í innlánum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK