Vill lífeyrissjóðina í innviðina

Hvalfjarðargöngin eru dæmi um velheppnaða innviðafjárfestingu einkaaðila.
Hvalfjarðargöngin eru dæmi um velheppnaða innviðafjárfestingu einkaaðila. mbl.is/Árni Sæberg

Lífeyrissjóðir og ríkið ættu að ná betra samtali því nýta má fjármuni lífeyrissjóða og rekstrarform framtakssjóða til að fjárfesta í innviðum, að sögn Þorkels Sigurlaugssonar, stjórnarformanns Framtakssjóðs Íslands.

Sjóðurinn lauk formlegri starfsemi í gær eftir átta ár í rekstri. Árleg innri ávöxtun hans var um 23%.

„Ríkið hefur ekki burði til þess að fjárfesta nægilega í vega- og raforkukerfinu ásamt öðrum innviðum, samhliða því að greiða niður skuldir, nema með stóraukinni skattheimtu, sem er óskynsamlegt,“ segir Þorkell í samtali við ViðskiptaMoggann og bendir á Hvalfjarðargöngin sem velheppnaða fjárfestingu lífeyrissjóða í innviðum.

„Það mætti hugsa sér að efna til slíks samstarfs við uppbyggingu Sundabrautar, Skerjabrautar og við að koma Miklubraut í stokk, allt eftir því hvaða leiðir verða farnar á næstu árum,“ segir hann.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK