Vill selja hlutabréfin í N1

Guðmundur Ragnarsson formaður VM.
Guðmundur Ragnarsson formaður VM. Mynd úr safni.

Guðmundur Ragnarsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna og stjórnarmaður í Gildi-lífeyrissjóði, vill selja hlutabréf sjóðsins í N1.

„Ósmekkleg launahækkun forstjóra N1 má ekki standa,“ er haft eftir Guðmundi í tilkynningu. „Mér, sem svo mörgum öðrum, er misboðið.“

Guðmundur situr í stjórn Lífeyrissjóðsins Gildis og segist ætla að nota aðstöðu sína sem stjórnarmaður til að krefjast þess að sjóðurinn sendi sterk skilaboð inn á hlutabréfamarkaðinn, með því að selja hlutabréf sjóðsins í N1. Mun hann leggja fram formlega tillögu um það á næsta stjórnarfundi Gildis, sem er fimmtudaginn 22. mars.

„Ég set stórt spurningarmerki við hæfi forstjórans og stjórnar félagsins ef þau eru ekki hæf til að lesa inn í ástandið í samfélaginu. Hvernig fer þetta fólk að því að leggja mat á markaðinn sem fyrirtækið starfar á, ef þau ná ekki að vera í sambandi við samfélagið sem þau búa í.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK