Hagnaður Snæbóls 1,8 milljarðar í fyrra

Félagið er á meðal stærstu hluthafa í Sjóvá.
Félagið er á meðal stærstu hluthafa í Sjóvá. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eignarhaldsfélagið Snæból hagnaðist um tæplega 1,8 milljarða króna á síðasta ári. Það er heldur minni hagnaður en á árinu 2016 þegar hagnaður nam 2,4 milljörðum króna.

Snæból er eignarhaldsfélag í eigu hjónanna Steinunnar Jónsdóttur og Finns Reyrs Stefánssonar. Félagið er á meðal stærstu hluthafa í Sjóvá með 8,8% hlut, auk þess að vera á eitt af helstu eigendum leigufélagsins Heimavalla í gegnum fjárfestingarfélagið Fossa II. Þá hefur Snæból látið til sín taka í fasteignaverkefnum, meðal annars í Mánatúni.

Eignir Snæbóls námu samtals 11,8 milljörðum króna um áramótin og var eigið fé þess tæplega 10,6 milljarðar króna. Einu langtímaskuldir félagsins er víkjandi lán frá eigendum sem stóð í 1,2 milljörðum króna í lok síðasta árs.

Tekjur Snæbóls drógust saman á milli ára og fóru úr 2,5 milljörðum króna árið 2016 í 1,8 milljarða árið 2017. Rekstrarkostnaður var tæplega 60 milljónir króna. Nam hann einkum styrktarframlögum til góðgerðarmála, menningar-, heilbrigðis- og menntamála, samtals tæplega 34 milljónum króna. Félagið færði 1,5 milljóna króna reiknaða tekjuskattseign á rekstrarreikning 2017.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK