Hlutabréf Hydro hafa lækkað um 24,6%

Hydro Alunorte súrálhreinsistöðin á Barcarena iðnaðarsvæðinu í Pará í Brasilíu.
Hydro Alunorte súrálhreinsistöðin á Barcarena iðnaðarsvæðinu í Pará í Brasilíu. Ljósmynd/Vefur Norsk Hydro

Hlutabréf Norsk Hydro ASA hafa fallið um 24,6% frá áramótum, en fallið er talið meðal annars orsakast af mengunarslysi í Brasilíu og lækkun verðs á súráli. Fyrirtækið gerði í síðasta mánuði skuldbindandi tilboð um kaup á öllu hlutafé í álverinu í Straumsvík (ISAL) af Rio Tinto.

Samkvæmt Dagens Næringsliv hefur verðmæti Hydro lækkað um 32 milljarða norskra króna eða tæplega 500 milljarða íslenskra króna, frá áramótum. 

Stór hluti þessa er talinn orsakast af vandræðum er tengjast starfsemi fyrirtækisins í Brasilíu, þar sem Hydro rekur stærstu súrálbræðslu í heimi Alunorte. Í febrúar rigndi á einni nóttu 200 millimetrum í Pará, í kjölfarið hefur drykkjarvatn 400 fjölskyldna verið mengað, að því er kemur fram í fréttinni.

Það var ekki fyrr en á föstudag síðastliðinn að fyrirtækið játaði að umtalsverður leki hefði átt sér stað úr súrálverinu. Brasilísk stjórnvöld hafa skipað súrálvinnslunni að minnka framleiðslu um helming og eru stjórnvöld og fyrirtækið að semja um hvað verksmiðjan þarf að gera til þess að hefja fulla framleiðslu á ný. Talið er að þessi vandamál munu vera óleyst í lengri tíma, en Alunorte framleiðir 6,4 milljónir tonna af súráli þegar vinnsla er í fullum gangi.

Fall í súrálverði er einnig að koma fyrirtækinu illa og er áætlað að mánaðarlegt tap sé að óbreyttu 400 milljónir norskra króna eða 5,2 milljarðar íslenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK