Sjoppurekstur skilar litlu

Í greiningu Capacent segir að tíma jarðefnaeldsneytis sem orkugjafa fyrir ...
Í greiningu Capacent segir að tíma jarðefnaeldsneytis sem orkugjafa fyrir ökutæki sé senn lokið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki er eftir miklum tekjum að slægjast í rekstri smáverslana olíufélaganna. Þetta er mat Snorra Jakobssonar, ráðgjafa hjá Capacent, eftir athugun á síðasta ársreikningi olíufélagsins Skeljungs. Olíufélögin reka smáverslanir á stöðvum sínum um land allt.

Snorri bendir á að N1 sé að kaupa Festi sem rekur m.a. Krónuverslanirnar og Skeljungur að kaupa netverslunina Wedo sem rekur Hópkaup, Heimkaup og Bland. Þannig reyni þessi tvö fyrirtæki að laga sig að breyttum aðstæðum á markaði.

„Skeljungur fær 130 milljónir króna í hreinar leigutekjur fyrir 10/11-verslanirnar. Það sýnir svart á hvítu hve litlu þessi rekstur skilar til olíufélaganna og það má yfirfæra þetta á hin félögin einnig,“ segir Snorri í umfjöllun um sjoppurekstur olíufélaganna í Morgunblaðinu í dag.

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir