Ferðaþjónustudagurinn í beinni útsendingu

Gluggaskuggar í Hörpunni
Gluggaskuggar í Hörpunni mbl.is/Ómar Óskarsson

Ferðaþjónustudagurinn 2018 fer fram í dag kl 14 til 16 í Silfurbergi í Hörpu. Viðburðurinn verður sýndur í beinni útsendingu á mbl.is. 

Það eru Samtök ferðaþjónustunnar sem standa fyrir fundinum sem haldinn er í tengslum við aðalfund samtakanna sem fór fram fyrr í dag. Þar var Bjarnheiður Hallsdóttir kjörin formaður samtakanna. 

Yfirskrift fundarins í ár er Fótspor ferðaþjónustunnar. Verður sjónunum beint að efnahagslegu-, félagslegu- og umhverfislegu fótspori sem íslensk ferðaþjónusta hefur.

Á fundinum tala Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar á árunum 2014 – 2018 og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Þá verða á fundinum flutt þrjú áhugaverð erindi ásamt spjallborðsumræðum sem í taka þátt þrír ráðherrar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, slær síðan botninn í fundinn.

Hér má sjá dagskrána og að neðan er bein útsending frá fundinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK