Hélt erindi í Hörpu um „umdeilda markaðstækni“

Alexander Nix hélt erindi í Hörpu.
Alexander Nix hélt erindi í Hörpu. Skjáskot

„Miðað við það sem ég hef séð á þessum eina degi sem ég hef verið á Íslandi er fólk mjög meðvitað um hvernig nota megi gögn, mikilvægi þeirra, hvernig þau hafa áhrif á hið stafræna og áhrif á aðra geira,“ sagði Alexander Nix, fyrrverandi forstjóri Cambridge Analytice, fyrir um hálfu ári í Hörpu.

Nix var í gær rekinn frá breska ráðgjafa­fyr­ir­tækið Cambridge Ana­lytica vegna tengsla hans við gagnaleka af Face­book. Upp­tök­ur af Nix hafa verið birt­ar þar sem hann stær­ir sig af þætti Cambridge Ana­lytica í for­setafram­boði Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta.

Nix hélt erindi á Haustráðstefnu Advania fyrir um hálfu ári síðan þar sem hann fjallaði um „umdeilda markaðstækni“ sem fyrirtækið hans hefur þróað og gerir viðskiptavinum þess kleift að sérsníða skilaboð til neytenda og kjósenda með mun nákvæmari og áhrifaríkari hætti en áður hefur þekkst.

„Í dag fjallaði ég um stórgögn og hvernig þau eru að stórbreyta auglýsinga- og markaðsgeiranum. Bæði hvað varðar vörumerki og fyrirtæki og einnig í pólitísku samhengi,“ sagði Nix í kynningarmyndbandi eftir ráðstefnuna en þetta var fyrsta heimsókn hans til Íslands. 

„Við erum að skoða hvernig gögn eru notuð til að bera kennsl á og miða á mismunandi markaðshópa og svo tengja við þá með persónulegri samskiptum og skilaboðum.“

Nix sagðist halda að gögn muni hafa áhrif á marga ólíka geira. „Við höfum þegar séð áhrifin í fjármálageiranum, heilbrigðisþjónustu, netverslun og nú erum við að sjá áhrifin í fjarskiptageiranum,“ sagði hann. „Það gefur auga leið að með neti hlutanna (e. IoT) mun tiltækt magn gagna vaxa á veldishraða næstu fimm til tíu árin.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK