Síldarvinnslan hagnaðist um 2,9 milljarða

Börkur NK, skip Síldarvinnslunnar.
Börkur NK, skip Síldarvinnslunnar. mbl.is/Þorgeir

Síldarvinnslan hagnaðist um 2,9 milljarða á síðasta ár samanborið við 4,1 milljarð á árinu 2016. Afli skipa samstæðunnar var 163 þúsund tonn.

Rekstrartekjur samstæðunnar á árinu 2017 voru alls 18,5 milljarðar króna (samanborið við 22,5 milljarða árið 2016) og rekstrargjöld námu 13,8 milljörðum króna.  EBITDA var 4,7 milljarðar króna.   Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 122 milljónir króna. Hagnaður samstæðunnar fyrir reiknaða skatta nam 3,5 milljörðum króna (samanborið við 6,2 milljarða árið 2016). Reiknaður tekjuskattur nam 630 milljónum króna og var hagnaður ársins því 2,9 milljarðar króna.  

Á árinu 2017 greiddu Síldarvinnslan og starfsmenn 4,5 milljarða króna  til hins opinbera. Greiddur tekjuskattur var 1.320 milljónir króna og veiðigjöld voru  530 milljónir. Starfsmenn fyrirtækisins greiddu tæpar 1.200 milljónir í staðgreiðslu af launum. Þá voru kolefnisgjöld 170 milljónir króna.

Samtals námu fjárfestingar félagsins 850 milljónum króna. Í lok síðasta árs var samið við skipasmíðastöðina VARD Aukra í Noregi um smíði á tveimur nýjum 29 metra togskipum sem myndu leysa Vestmannaey og Bergey af hólmi. Áætlað er að smíði hvors skips taki 14 mánuði og er gert ráð fyrir að fyrra skipið verði afhent okkur í marsmánuði 2019 og hið síðara tveimur mánuðum síðar.

Heildareignir samstæðunnar í árslok 2017 voru bókfærðar á 51,4 milljarða króna. Veltufjármunir voru bókfærðir á 9,7 milljarða króna og skuldir og skuldbindingar samstæðunnar námu 18,5  milljörðum króna. Eigið fé samstæðunnar í árslok var 32,9 milljarðar króna.   Í árslok var eiginfjárhlutfall samstæðunnar 64%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK