Tollmúrar stofni heimshagkerfinu í hættu

Roberto Azevedo, framkvæmdastjóri WTO.
Roberto Azevedo, framkvæmdastjóri WTO. AFP

Framkvæmdastjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar hefur varað við því að tollmúrar stofni heimshagkerfinu í hættu. 

Don­ald Trump kynnti í gær áform um að leggja 25% inn­flutn­ing­stoll á inn­flutt­ar vör­ur frá Kína. Stjórnvöld í Kína voru fljót að bregðast við og hyggjast leggja tolla á 128 flokka af vörum sem fluttar eru inn frá Bandaríkjunum. 

„Röskun á milliríkjaviðskiptum stofnar heimshagkerfinu í hættu nú þegar merki um efnahagsbata, sem er þó brothættur, sjást um víða veröld,“ sagði Roberto Azevedo, framkvæmdastjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO í yfirlýsingu og kallaði eftir „yfirveguðum og brýnum samræðum“.

Azevedo sagði að á fundi hjá stofnuninni hafi spennan sem hefur myndast á milli nokkurra aðildarríkja verið rædd. 

„Ég hvet aðildarríki til þess að halda áfram að vinna á vettvangi WTO og finna hugsanlega lausn,“ sagði hann án þess að nefna ríkin sérstaklega. „Aðgerðir utan þessa vettvangs auka áhættu á stigvaxandi deilum sem enginn getur unnið. Þær geta leitt til þess að milliríkjaviðskipti verði óstöðug.“

Alþjóðaviðskiptastofnunin vinnur að því að skapa jafnan grundvöll í milliríkjaviðskiptum og hefur sérstakan dómstól til þess að leysa úr deilum á milli ríkja. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK