Vísitölur í Asíu tóku dýfu

AFP

Hlutabréfavísitölur víða í Asíu lækkuðu í dag. Japanska Nikkei-vísitalan lækkaði um 4,51% og hefur nú ekki verið lægri frá því í október á síðasta ári.

Óttast er að viðskiptastríð sé hafið eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti víðtækar tollahækkanir á innfluttar vörur frá Kína. Kínverjar hafa hótað að svara í sömu mynt.

Í kauphöllinni í Hong Kong nam lækkunin 3,4% og í Shanghaí 4,2%. Þá lækkaði vísitalan í kauphöllinni í Sydney um 2%.

Önnur japönsk vísitala, Topex, lækkaði einnig eða um 3,62%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK