Verðbólga mælist 2,8%

Verðbólga mæld á 12 mánaða tímabili er 2,8% sam­kvæmt nýj­um töl­um Hag­stofu Íslands. Vísi­tala neyslu­verðs hækk­ar um 0,56% á milli mánaða. Ef hús­næðisliður­inn er und­an­skil­in mæl­ist 0,3% verðhjöðnun frá febrúar. 

Verðbólgan í febrúar mældist 2,3% en án húsnæðisliðar mældist verðhjöðnun upp á 0,9%. 

Í frétt á vef Hagstofunnar segir að vetrarútsölum sé lokið og að verð á fötum og skóm hafi hækkað um 4,4%. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 1,4% (0,29%).

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í mars 2018, sem er 452,0 stig, gildir til verðtryggingar í maí 2018. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 8.925 stig fyrir maí 2018.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir