Geta lokið mastersgráðu á skemmri tíma

Páll Melsted Ríkharðsson
Páll Melsted Ríkharðsson

Frá og með haustinu 2018 verður allt meistaranám við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík í boði sem samfellt fjórtán mánaða nám. Þá hafa tvær nýjar námsbrautir í meistaranámi verið settar á laggirnar: stjórnun nýsköpunar og stjórnun í ferðaþjónustu.

Páll Ríkharðsson, forseti viðskiptadeildar HR, segir styttingu meistaranámsins til þess gerða að koma betur til móts við þarfir nemenda og fylgja þróun háskólastarfs um allan heim.

„Íslenskir háskólar hafa fylgt þeirri skandinavísku hefð að vera með haust- og vorönn með löngu sumarfríi á milli, og að láta meistaranám taka tvö ár. Víða á meginlandi Evrópu, í Bretlandi og í Bandaríkjunum hafa háskólar aftur á móti byrjað að bjóða upp á styttra meistaranám þar sem sumarið er notað til kennslu og hægt að ljúka náminu fyrr,“ útskýrir Páll í samtali við Morgunblaðið en bætir við að kennslan verði áfram sveigjanleg og að þeir sem vilja taka námið hægar, t.d. samhliða vinnu, eigi þess kost að ljúka meistaragráðu á hálfum hraða á þremur árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK