Áforma hótel við Esjurætur

Fram kemur í greinargerð að að lágmarki 60% útveggja skuli ...
Fram kemur í greinargerð að að lágmarki 60% útveggja skuli klædd viðarborðum. Teikning/Teiknistofa arkitekta - Gylfi Guðjónsson og félagar ehf

Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Mógilsár við Kollafjörð. Breytingin felur meðal annars í sér aukið byggingarmagn.

Samhliða þessu eru kynntar hugmyndir um nýjan veitingastað og hótel við Esjustofu. Með því hækkar þjónustustigið við fjallið sem laðar að sér stöðugt fleiri gesti ár hvert.

Í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag segir Pjetur Árnason, einn eigenda Esjustofu,  fyrirtækið að baki þessum áformum. Verkefnið hafi verið í vinnslu í nokkur ár og sé í samstarfi við fjárfesta. Hann tekur fram að verkefnið sé á hugmyndastigi og að framkvæmdir hafi ekki verið tímasettar. Hins vegar sé ætlunin að hefja þær á næstu árum.

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir