20% fjölgun hjá WOW milli marsmánaða

Ljósmynd/WOW air

WOW air flutti 242 þúsund farþega til og frá landinu í mars eða um 20% fleiri farþega en í mars árið 2017 og hefur félagið aldrei flutt fleiri farþega í marsmánuði.

Þá var sætanýting WOW air 93% en var 91% í sama mánuði á síðasta ári, að því er kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Þetta er þrátt fyrir 17% aukningu á framboðnum sætum á milli ára.

Í febrúar flutti WOW air 199 þúsund farþega til og frá land­inu og var aukningin frá sama mánuði á síðasta ári um 19%. Sæta­nýt­ing WOW air var þá 88% samanborið við 86% í í febrúar 2017. 

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir