Allri áhöfninni sagt upp

Grundfirðingur SH 24 á siglingu.
Grundfirðingur SH 24 á siglingu. mbl.is/Sigurður Bogi

Búið er að segja upp allri áhöfninni á línubátnum Grundfirðingi SH 24 og verður útgerð hætt í lok maí. 

Þetta kemur fram í frétt Skessuhorns  fréttaveitu Vesturlands. Friðbjörn Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri Soffaníasar Cecilssonar hf., sem gerir út skipið, segir í samtali við Skessuhorn að reksturinn hafi þyngst á árinu vegna margra þátta. Hann nefnir sterka krónu, há veiðigjöld á þær fisktegundir sem skipið veiðir og vandræði með að manna skipið. 

Veiðigjöldin fara úr 15,4 milljónum í 62,2 milljónir þannig að hækkunin er verulega íþyngjandi,“ er haft eftir Friðbirni. „Rekstrargrundvöllur Grundfirðings SH 24 er algjörlega brostinn.“

Soff­an­ías Cecils­son hef­ur frá stofn­un verið með starf­semi í Grund­arf­irði. Í september 2017 var tilkynnt um kaup Fisk Seafood, sem er með starf­semi í Grundarfirði og á Sauðár­króki, á öllum hlutabréfum í Soffaníasi.  

Grundfirðingur SH 24 var gerður út frá Grundarfirði.
Grundfirðingur SH 24 var gerður út frá Grundarfirði. Þorkell Þorkelsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir