Merki um aukna áhættu í fjármálakerfinu

Nýlegar vísbendingar eru um vaxandi áhættusækni og að aukinnar áhættu sé farið að gæta í fjármálakerfinu. Áhættan er þó enn innan hóflegra marka þar sem ytri aðstæður hafa verið fjármálafyrirtækjunum hagfelldar undanfarin misseri. 

Þetta kemur fram í fyrra hefti skýrslunnar Fjármálastöðugleiki sem Seðlabankinn lét útbúa og kynnti í morgun. 

Í skýrslunni segir að áhrif eins lengsta hagvaxtarskeiðs á Íslandi komi nú fram m.a. í auknum útlánavexti en hann er þó enn talinn hóflegur. Aukið svigrúm heimila til skuldsetningar, samhliða sögulega lágum vöxtum á fasteignalánum og sögulega háu húsnæðisverði, geti leitt til frekari útlánavaxtar og ýtt undir meiri hækkun fasteignaverðs. Slík þróun geti aukið áhættu og ójafnvægi í fjármálakerfinu. 

Hins vegar getur áhætta tengd framvindu ferðaþjónustunnar raskað verðþróun á fasteignamarkaði þar sem ör vöxtur greinarinnar hefur hingað til þrýst upp fasteignaverði. 

Fjárhagsstaða heimilanna og fyrirtækja er sögð sterk og viðnámsþróttur bankanna mikill. Bent er á að eiginfjár- og lausafjárhlutföll bankanna séu vel yfir tilskildum mörkum en miklar arðgreiðslu upp á síðkastið og áform um frekari arðgreiðslu á þessu ári hafi þó fært eiginfjárhlutföllin nær kröfum Fjármálaeftirlitsins. 

Þá er Ísland næmara fyrir breytingum á ytri aðstæðum sem gætu leitt til vaxandi áhættu. Í því samhengi minnst á óróann sem hefur gætt á erlendum fjármagnsmörkuðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK