Penninn kaupir verslanir The Viking

The Viking við Hafnarstræti í Reykjavík.
The Viking við Hafnarstræti í Reykjavík. Ljósmynd/Vefsíða The Viking

Penninn ehf. hefur keypt allan rekstur og birgðir verslana The Viking sem reknar hafa verið af félaginu H-fasteignir ehf. Búðirnar verða áfram reknar undir nafni The Viking og með svipuðu sniði og áður að því er segir í fréttatilkynningu frá Pennanum. Verslanir The Viking eru bæði í Reykjavík og á Akureyri.

Í janúar lokaði lögreglan þremur verslunum The Viking að beiðni embættis tollstjóra. Inn­heimtu­menn rík­is­sjóðs hafa heim­ild til að láta stöðva at­vinnu­rekst­ur ef það eru van­skil á ákveðnum gjald­teg­und­um og skött­um. Þær voru svo opnaðar nokkru síðar, en þá hafði rekstur þeirra verið færður frá félaginu Hóras yfir á félagið H-fasteignir. Sami stjórnarmaður var í báðum félögum.

The Viking selur minjagripi og ýmiss konar varning, sem ætlaður er ferðamönnum. Samkomulag aðila felur í sér kaup Pennans á þeim rekstri sem stundaður hefur verið í  verslunum undir vörumerki The Viking auk vörubirgða sem tilheyra þeim rekstri og samninga og viðskiptasambanda.

Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem hefur þegar verið tilkynnt um þau.

Penninn rekur fyrir 19 verslanir víða um land undir heitunum Penninn, Eymundsson, Islandia og Penninn-Eymundsson. Selja þær flestar bækur og ritvörur, en einnig húsgögn og minjagripi og aðra ferðamannavöru.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK