Ársfundur SA í beinni útsendingu

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.
Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ársfundur Samtaka atvinnulífsins fer fram klukkan 14:00 í Hörpu í dag, en meðal þeirra sem taka þar til máls eru Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, og dr. Eamonn Butler, framkvæmdastjóri Adam Smith-stofnunarinnar í London.

Þá mun hópur stjórnenda fara yfir þróunina síðustu hundrað ár og skoða inn í framtíðina, en yfirskrift fundarins er framfarir á þeim 100 árum sem Ísland hefur verið fullvalda.

Þau sem munu taka þátt í umræðunum eru Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, Ásthildur Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel, Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, Orri Hauksson, forstjóri Símans, Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, og Anna Svava Knútsdóttir, eigandi ísbúðarinnar Valdís, ásamt Stefáni Pálssyni sagnfræðingi.

Fundurinn er í beinni útsendingu og má fylgjast með honum hér að neðan. Upphitun, þar sem gamlar auglýsingar verða skoðaðar, hefst um hálftíma áður en fundurinn sjálfur hefst.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK