Biðst afsökunar á handtöku á Starbucks

Starbucks er stærsta kaffihúsakeðja í heimi.
Starbucks er stærsta kaffihúsakeðja í heimi. AFP

Kaffihúsarisinn Starbucks hefur beðist afsökunar eftir að tveir svartir karlmenn voru handteknir á meðan þeir biðu eftir vini sínum á einu kaffihúsi keðjunnar í Fíladelfíu.

Á myndbandi sem dreift hefur verið á samfélagsmiðlum sést hvar lögreglumenn mæta á staðinn og handtaka mennina eftir að starfsfólkið hafði sagt þá í óleyfi á kaffihúsinu.

Myndbandið hefur farið sem eldur í sinu um netheima en það var fyrst birt á Twitter. 

Forstjóri Starbucks, Kevin Johnson, segir að hafa verið erfitt að horfa á myndbandið og að aðgerðirnar sem gripið hafi verið til hafi verið rangar.

Atvikið átti sér stað á fimmtudagskvöld. Rekstrarstjóri kaffihússins kom til mannanna og bað þá um að fara eftir að þeir höfðu beðið um að fá að nota snyrtingu staðarins. Slíkt er ekki í boði nema fólk ætli að kaupa eitthvað inni á staðnum.

Mennirnir sögðu þá starfsfólkinu að þeir væru að bíða eftir vini sínum og neituðu að yfirgefa staðinn.

Lögreglustjórinn í Fíladelfíu segir lögreglumennina hafa verið í rétti til að handtaka mennina þar sem starfsfólk staðarins hafi sagt þeim að mennirnir væru þar í óleyfi.

Forstjóri Starbucks segir að ekki hafi átt að kalla til lögreglu vegna þessa máls. Margir hafa lýst því yfir á samfélagsmiðlum að þeir ætli nú að sniðganga Starbucks.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK