Icelandair hótel kaupa Hótel Öldu

Hótel Alda er við Laugaveg 66.
Hótel Alda er við Laugaveg 66. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Icelandair hótel hafa gengið frá kaupum á Hótel Öldu við Laugaveg. Hótel Alda verður rekið áfram undir sama nafni.

Hótel Alda tók til starfa vorið 2014. Á hótelinu eru 89 herbergi og hefur það á undanförnum árum verið endurnýjað að innan sem utan. 

í fréttatilkynningu um kaupin er haft eftir Magneu Þ. Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandair hótela, að með kaupunum nái félagið frekari hagkvæmni í rekstri. Eftir kaupin á Hótel Öldu eru hótelin í rekstri Icelandair hótela þrettán talsins og verður herbergjafjöldinn 1.937, þar af 876 í Reykjavík, 450 á landsbyggðinni og 611 á vegum Eddu í sumarrekstri.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir