Tveir nýir forstöðumenn hjá Icelandair

Samsett mynd

Icelandair hefur ráðið tvo nýja forstöðumenn. Þau eru Fannar Eðvaldsson sem verður forstöðumaður framlínu og María Stefánsdóttir sem hefur hafið störf sem forstöðumaður vöruþróunar. 

Framlínan, deildin sem Fannar tekur við, sér um þá þjónustu Icelandair sem snýr að beinum samskiptum við viðskiptavini félagsins. Fannar var deildarstjóri í farþegaþjónustu hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli, og þar á undan í nokkur ár sem deildarstjóri í þjónustuveri Símans.  Hann er með B.s. gráðu í viðskiptafræði. Maki er Diljá Pálsdóttir og hann á eina dóttur.

Vöruþróun er ný eining á Viðskiptaþróunar- og stefnumótunarsviði Icelandair. María mun leiða mótun og rekstur vöruþróunar í samstarfi við aðrar einingar fyrirtækisins. María kemur til Icelandair frá Símanum, þar sem hún var síðast forstöðumaður einstaklingssölu, en hafði gegnt ýmsum öðrum stjórnunarstörfum þar í samanlagt 11 ár.

Einnig starfaði María sem rekstrarstjóri Kaupþing Edge og sem markaðsstjóri hjá Creditinfo Group í Þýskalandi. María er með BA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og Can.Sci.Pol í alþjóðastjórnmálum frá Kaupmannahafnarháskóla. Hún á 3 börn.

 
mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir