Heimavellir selja til erlends fjárfestingarsjóðs

Heimavellir hafa boðið íbúðir til leigu í Bryggjuhverfinu.
Heimavellir hafa boðið íbúðir til leigu í Bryggjuhverfinu. Ljósmynd/Heimavellir

Heimavellir hafa selt erlendum fjárfestingarsjóði nýtt hlutafé í félaginu, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar vegna fyrirhugaðrar skráningar á Aðallista.

Ef miðað er við verðbil tilboðsbókar B er verðmæti hlutarins 302-374 milljónir króna. Verðbilið er 1,38-1,71.

Heimavellir munu á næstu dögum ásamt Landsbankanum funda með fjárfestum í tengslum við almennt útboð á nýju hlutafé í félaginu og skráningar á hlutabréfamarkað.

Áskriftartímabil útboðsins er dagana 7. og 8. maí. Í útboðinu bjóða Heimavellir til sölu 750.000.000 nýja hluti í félaginu en fjölga má seldum hlutum í allt að 900.000.000 sé eftirspurn fyrir hendi.

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir