Samtök kvenna í upplýsingatækni stofnuð

mbl.is/Hanna

Haldinn var í gær stofnfundur hagsmunassamtaka kvenna í upplýsingatækni í höfuðstöðvum Vodafone í Reykjavík. Samtökin hafa hlotið nafnið VERTOnet en fram kemur í fréttatilkynningu að það endurspegli þær breytingar sem konur vilji sjá innan upplýsingatæknigeirans.

„VERTOnet eru hagsmunasamtök kvenna sem starfa eða hafa áhuga á að starfa í upplýsingatæknifyrirtækjum á Íslandi. Markmið samtakanna er að efla hag kvenna í tæknigeiranum og að vera konum hvatning til að taka þátt í þeirri byltingu sem nú á sér stað og er oft kölluð fjórða iðnbyltingin, fjölga konum í upplýsingatæknitengdu námi og störfum sem og styrkja tengslanet kvenna með því að vera regnhlíf mismunandi kvennahópa innan upplýsingatæknigeirans.“

Ennfremur segir að VERTOnet verði starfrækt með aðstoð sjálfboðaliða og með styrkjum frá fyrirtækjum sem sjái hag sinn og samfélagsins í að fjölga konum í upplýsingatækni. Stjórn Vertonet skipa Elínu Gräns hjá Opnum Kerfum, Hrafnhildur Sif Sverrisdóttir hjá Advania, Inga Steinunn Björgvinsdóttir hjá Promennt, Linda Stefánsdóttir hjá Crayon, Nanna Pétursdóttir hjá Crayon, Ragnheiður Hannesdóttir hjá Vodafone og Sandra Dögg Pálsdóttir hjá RB. Vodafone er helsti styrktaraðili samtakanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK