Gefur út skuldabréf fyrir 11,9 milljarða

mbl.is/Hjörtur

Íslandsbanki gaf í dag út skuldabréf að fjárhæð 1.000 milljónir sænskra króna, eða sem nemur um 11,9 milljörðum íslenskra króna, til fjögurra ára með innköllunarheimild af hálfu útgefanda eftir 3 ár. Skuldabréfið ber fljótandi vexti, 80 punkta ofan á 3 mánaða millibankavexti í sænskum krónum að því er segir í fréttatilkynningu.

„Útgáfan var seld til fjölbreytts hóps fagfjárfesta frá Norðurlöndunum og er stefnt að skráningu skuldabréfanna í Kauphöllina á Írlandi þann 26 apríl 2018. Þetta er þriðja opinbera útgáfan sem Íslandsbanki gefur út í sænskum krónum síðan lok árs 2013 og undirstrikar viðleitni bankans um að hafa útistandandi skuldabréf á þessum mikilvæga markaði.“

Ennfremur segir að úttgáfan verði gefin út undir 2,0 milljarða dollara Global Medium Term Notes (GMTN) útgáfuramma bankans.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir