SmugMug blæs lífi í Flickr

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Yahoo, Marissa Mayer, vildi endurvekja yfirburði Flickr árið …
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Yahoo, Marissa Mayer, vildi endurvekja yfirburði Flickr árið 2013. AFP

Ljósmyndavefsíðan Flickr hefur verið keypt af ljósmynda- og geymslufyrirtækinu SmugMug, en örlög Flickr hafa lengi verið í óvissu vegna kaupa Verzion á Yahoo. USA Today greinir frá.

Forstjóri SmugMug, Don MacAskill segir fyrirtækið ætla að blása nýju lífi í Flickr, sem var brautryðjandi á sínum tíma. SmugMug, sem er sjálfstætt, fjölskyldurekið fyrirtæki, ætlar að veita Flickr þá áherslu og auðlindir sem vefsíðan á skilið, að sögn MacAskill.

Flickr var stofnuð árið 2004 og var miðpunktur menningar- og félagslífs á internetinu um tíma, en féll í skuggann af Facebook og Instagram þegar snjallsímavæðingin reið yfir. Þrátt fyrir það segir fyrirtækið að um 100 milljónir manns noti vefsíðuna til að deila milljörðum ljósmynda með öðrum áhugamönnum í gegnum vefsíðuna.

Í mars síðastliðnum heimsóttu síðuna 13,1 milljónir manna, sem var þriggja milljóna aukning frá sama tíma í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK