Dregur úr fjölgun í ferðaþjónustu

Enn fjölgar launþegum í ferðaþjónustu, en fjölgunin er hægari en …
Enn fjölgar launþegum í ferðaþjónustu, en fjölgunin er hægari en áður var. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Það hægir á fjölgun launþega í ferðaþjónustu samkvæmt tilkynningu Hagstofu Íslands. 24.700 launþegar störfuðu hjá 1.727 launagreiðendum í ferðaþjónustu í febrúar á þessu ári og hafði launþegum í ferðaþjónustu fjölgað um 700 samanborið við febrúar 2017. Þrátt fyrir fjölgun launþega um 3% milli ára, fjölgaði launþegum í heild á sama tíma um 4%.

Stærsti hópur launþega er að finna í fræðslustarfsemi og opinberri stjórnsýslu og telur hópurinn 40.800 sem er fjölgun um 1.400 eða 3,5% frá síðasta ári. Mesta fjölgun launþega var í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð, en þeim fjölgaði um rúm 13% og eru nú 12.700 talsins. Næstmesta fjölgunin var í sjávarútvegi þar sem launþegum fjölgaði um 600 eða 7%.

Aðeins fækkar í einni grein. Launþegum skapandi greina fækka úr 9.300 í 8.700 sem gerir um það bil 6% fækkun á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK