Möguleg þíða í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína

Mnuchin gat ekki tilgreint hvenær gæti orðið af ferðalagi hans …
Mnuchin gat ekki tilgreint hvenær gæti orðið af ferðalagi hans til Kína. Í Peking var hugmyndinni vel tekið. AFP

Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði blaðamönnum á laugardag að hann væri að íhuga heimsókn til Kína. Kvaðst hann vera „hóflega bjartsýnn“ um að þjóðirnar tvær gætu komist að samkomulagi um að binda enda á þær viðskiptadeilur sem blossað hafa upp á milli þeirra á þessu ári.

Er talið sennilegt að Donald Trump vilji leggja tolla á allt að 150 milljarða dala virði af vörum sem Bandaríkjamenn flytja inn frá Kína og hafa kínversk stjórnvöld lofað að bregðast við með samsvarandi tollum á bandaríska framleiðslu.

Mnuchin gat ekki sagt hvenær hann hygðist ferðast til Kína né gat hann lofað að af heimsókninni yrði. Að sögn Bloomberg staðfesti viðskiptaráðuneyti Kína á sunnudag að stjórnvöld þar í landi vissu af mögulegri heimsókn fulltrúa Bandaríkjastjórnar til að ræða um efnahags- og viðskiptamál og að slíku framaki yrði vel tekið af ráðamönnum í Peking.

Mnuchin, sem ræddi við blaðamenn í lok ráðstefnu AGS í Washington um helgina, þótti gefa í skyn að „samtal“ ætti sér stað á milli kínverskra og bandarískra stjórnvalda um að leysa úr viðskiptadeilunum. Að sögn South China Morning Post hafa stjórnvöld í Peking hins vegar neitað því staðfastlega að Kína og Bandaríkin eigi í samningaviðræðum um tolla.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK