Franskur milljarðamæringur grunaður um spillingu

Vincent Bolloré hætti sem stjórnarformaður Vivendi á aðalfundi félagsins 19. …
Vincent Bolloré hætti sem stjórnarformaður Vivendi á aðalfundi félagsins 19. apríl. AFP

Franski milljarðamæringurinn Vincent Bolloré var handtekinn í morgun skammt frá París og er yfirheyrður vegna gruns um spillingu í tengslum við starfsemi fyrirtækis hans í Afríku. Leikur grunur á að fyrirtækið, Groupe Bolloré, hafi brotið lög þegar það tók yfir starfsemi hafna í Vestur-Afríku.

Samkvæmt heimildum AFP fréttastofunnar og Le Monde var Bolloré, sem er forstjóri Groupe Bolloré, handtekinn snemma í morgun. Fyrirtækið hefur sent frá sér yfirlýsingu um að það hafi ekki gerst brotlegt við lög er það yfirtók hafnarstarfsemi á tveimur stöðum í Togó og Gíneu.

Bolloré hefur einkum fjárfest í hafnarstarfsemi, fjölmiðlum og pappírsframleiðslu en alls starfa 33 þúsund manns hjá Bolloré Group. Vincent Bolloré er þekktur fyrir fjárfestingar í skráðum fyrirtækjum í Frakklandi, einkum og sér í lagi í byggingar- og verktakageiranum.

Jafnframt hefur hann fjárfest í fjölmiðla- og auglýsingafyrirtækjum. Fyrir nokkrum dögum steig hann niður úr stól stjórnarformanns Vivendi fjölmiðlafyrirtækisins. 

Hlutabréf í Groupe Bolloré lækkuðu um 6% í morgun þegar fréttist af handtökunni og hlutabréf í Vivendi lækkuðu um 1%.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK