Fyrsta A330neo-breiðþota WOW komin úr málun

Nýmáluð Air­bus A330-900­neo sem WOW fær brátt í hendurnar.
Nýmáluð Air­bus A330-900­neo sem WOW fær brátt í hendurnar. Ljósmynd/Airbus

Fyrsta A330-900­neo-breiðþotan af þeim fjórum sem flugfélagið WOW air fær afhentar á árinu er komin úr málun hjá flugvélaframleiðandanum Airbus. 

WOW air verður annað flugfélagið í heiminum til að taka á móti slíkum breiðþotum sem eru stærri og langdrægari en aðrar flugvélar í íslenska flotanum. Þetta er nýj­asta afurð Air­bus fram­leiðslunn­ar en viðhengið „NEO“ stend­ur fyr­ir „New Eng­ine Opti­on“ sem þýðir ný teg­und hreyfla sem minnk­ar eldsneyt­is­notk­un um 14% miðað við nú­ver­andi tækni. Vélarnar fjórar eru leigðar til tólf ára frá CIT Aerospace In­ternati­onal.

Lang­drægni Air­bus A330-900­neo véla er 9.750 km, eða sem nemur vegalengdinni til Hong Kong eða Honolulu frá Kefla­vík­ur­flug­velli. Lista­verð hverr­ar vél­ar er 291 millj­ón­ir banda­ríkja­dala. Í vél­un­um verða 365 sæti þar af 42 sæti sem eru stærri, breiðari og með auknu sæta­bili.

Flugfloti WOW air verður 24 þotur í lok árs en auk breiðþotanna tekur félagið tekur félagið á móti þremur nýjum þotum á árinu;  tveimur Airbus A321ceo og einni Airbus A321neo. Þoturnar sjö koma beint frá verksmiðjum Airbus í Evrópu.

Á Facebook-síðu Airbus er greint frá málun breiðþotunnar

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK