Hagnaður Marel á fyrsta fjórðungi eykst milli ára

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel. mbl.is/Árni Sæberg

Tekjur Marel á fyrsta ársfjórðungi námu 288 milljónum evra, jafnvirði 35,3 milljarða króna, samanborið við 253 milljónir evra á sama fjórðungi ársins 2017. Nemur vöxturinn um 14%.

Þá reyndist hagnaðurinn á fjórðungnum 28 milljónir evra, jafnvirði 3,4 milljarða, samanborið við 21 milljón evra á sama tíma í fyrra. Pantanir á fyrsta fjórðungi námu 329 milljónum evra, jafnvirði 40,4 milljarða króna, samanborið við 293 milljónir evra, jafnvirði 36 milljarða, á fyrsta fjórðungi 2017.

Pantanabók félagsins stóð í 529 milljónum evra í lok fyrsta fjórðungs, jafnvirði 65 milljarða króna, samanborið við 472 milljónir evra, eða 58 milljarða, í lok sama fjórðungs í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK