Swedbank fjárfestir fyrir 371 milljón í Meniga

Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga.
Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga.

Swedbank, einn stærsti banki Norðurlanda, hefur fjárfest fyrir 3 milljónir evra, eða sem nemur 371 milljón króna, í íslenska fjártæknifyrirtækinu Meniga.

Til viðbótar við fjárfestinguna hefur bankinn hafið innleiðingu á snjallsíma- og netbankalausnum Meniga til að bjóða öllum viðskiptavinum bankans persónulegri notendaupplifun, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Meniga. 

Fyrr á árinu samdi Meniga við BPCE, annan stærsta banka Frakklands. Meniga var stofnað árið 2009 og eru starfs­menn í dag um 100 talsins. Hug­búnaður Meniga hef­ur verið inn­leidd­ur hjá yfir 70 fjár­mála­stofn­un­um og er hann aðgengi­leg­ur yfir 50 millj­ón manns í 23 lönd­um. Meðal við­skipta­vina Meniga eru marg­ir stærstu banka heims, þeirra á meðal BPCE, Sant­and­er, Comm­erz­bank, ING Direct og In­tesa San­pa­olo.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK