Hagnaður Eikar eykst á milli ára

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar.
Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Eik fasteignafélag hagnaðist um 1,1 milljarð á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samanborið við 761 milljón á sama tímabili á síðasta ári. 

Rekstrartekjur félagsins á fjórðungnum námu 1.946 milljónum króna sem er aukning frá síðasta ári þegar þær námu 1.752 milljónum. 

Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir nam 1.235 milljónum króna. Hann var 1.122 milljónir á sama tímabili árið 2017. 

Bókfært virði fjárfestingareigna nam 86.685 milljónum króna og bókfært virði eigin eigna nam 3.733 milljónum króna í lok tímabilsins.

Handbært fé frá rekstri nam 817 milljónum króna, söluhagnaður fjárfestingaeigna nam 204 milljónum króna og matsbreytingar fjárfestingaeigna nam 884 milljónum. Eiginfjárhlutfall Eikar nam 30,7% að teknu tilliti til arðgreiðslu félagsins sem verður greidd í lok apríl. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK