Óttast gervivísindi

Ari Edwald ræddi Samkeppniseftirlitið í morgunþættinum Ísland vaknar
Ari Edwald ræddi Samkeppniseftirlitið í morgunþættinum Ísland vaknar Þórður Arnar Þórðarson

Fyrirlestur Ara Edwald á fundi Viðskiptaráðs í gær vakti mikla athygli. Þar tók hann dæmi um ákvarðarnir Samkeppniseftirlitsins sem honum finnst ekki standast. Þannig hafi, í samruna Haga og Lyfju, því verið haldið fram að sameinað fyrirtæki væri með yfirburðastöðu í snyrtivörum en litið framhjá Fríhöfninni í Leifsstöð og stórum aðilum á markaði á borð við Costco, auk netverslunar. Þetta muni verða til þess að ríkið selji Lyfju á mun lægra verði og missi þannig af mögulega milljarði eða meira. 

Á fundinum var verið að kynna bækling, Hollráð í samkeppni, og Ari var einn nokkurra sem var fenginn til að halda hugvekju um samkeppnismál, enda með töluverða reynslu í fyrirtækjarekstri. Hann segir að samkeppniseftirlit ætti að vinna gegn lögbrotum en ekki stýra hvernig atvinnulífið sé byggt upp.

„Að stórum hlutum hefur mér fundist þetta gervivísindi. Fyrir þá sem starfa á markaði eru þessar ákvarðarnir mjög skrítnar,“ segir Ari. “Hann tók dæmi af fjölmiðlamarkaðnum, enda fyrrverandi forstjóri 365. „Samkeppniseftirlitið leit þannig á að RÚV ætti ekkert í samkeppni við Stöð 2. Samt var það þannig að við sem vorum í forsvari fyrir þessi fyrirtæki litum alltaf á að við værum í blóðugri samkeppni.“ Hann sagði líka að um helmingur þeirra sem keyptu áskrift að íþróttaefni keypti það frá SKY í Bretlandi, en ekki væri litið á það sem samkeppnisaðila.

Ari tók sem dæmi símann sinn. Þar er hann með á sama stað 365, Sjónvarp Símans og Netflix. „Þarna er þetta allt á 5,5 tommum en samt er það ennþá þannig að Samkeppniseftirlitið lítur þannig á að Netflix sé ekki í samkeppni.“ Hann segir að eftirlitið líti hinsvegar á að Morgunblaðið og Fréttablaðið séu á sama markaði, þótt annað þeirra sé fríblað. Því sé ekki þannig háttað annarstaðar.

Hann sagði líka nokkuð ljóst að fyrirtæki óttuðust Samkeppniseftirlitið. Þannig hefði verið fámennt á fundi Viðskiptaráðs þar sem Páll Gunnar Pálsson, forstjóri eftirlitsins, sat fyrir svörum og fólk gat sent inn spurningar nafnlaust. „Það var eins og menn væru að setja skotskífu á ennið á sér með því að spyrja óþægilegra spurninga.“

Ari segir að víða um heim sé áherslan á að lítil markaðssvæði geti mynda fyrirtæki sem geti keppt við aljþjóðlega risa. Sú sé ekki raunin á Íslandi.

Hægt er að sjá viðtalið við Ara hér og hlusta á allan þáttinn og sjá önnur brot á K100.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK