Verðbólga mælist 2,3%

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,04% á milli mars og apríl samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,3%.

Án húsnæðis nemur hækkunin 0,08% frá mars 2018 en síðastliðna tólf mánuði hefur hún lækkað um 0,2%.  Í mars mældist verðbólga á tólf mánaða tímabili 2,8% og 0,56% á milli mánaða.

Nýleg könn­un Seðlabanka Íslands og Gallup sýn­di að stjórn­end­ur stærstu fyr­ir­tækja lands­ins teldu aukn­ar lík­ur á því að verðbólga ykist á kom­andi mánuðum. Töldu þeir að hún yrði næstu 12 mánuði í kring­um 3% en und­ir lok síðasta árs höfðu þeir vænt­ing­ar um að hún yrði í kring­um 2,5% næsta árið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK