Hótelið sífellt dýrara

Hótelið við Hörpu er komið upp úr jörðinni.
Hótelið við Hörpu er komið upp úr jörðinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nú er ljóst að kostnaður við uppbyggingu nýrrar hótelbyggingar við hlið Hörpu í Austurhöfn mun fara milljarða fram úr þeim áætlunum sem lágu til grundvallar þegar ákveðið var að ráðast í verkefnið.

Ekki er útilokað að framkvæmdakostnaður við bygginguna muni slaga í 20 milljarða króna. Í hótelbyggingunni mun Marriott Edition hótelkeðjan reka 250 herbergja, fimm stjörnu hótel, að því er fram kemur í umfjöllun um hótelið í ViðskiptaMogganum í dag.

Árið 2016 greindi Morgunblaðið frá því að kostnaður við bygginguna yrði 130 milljónir bandaríkjadala eða jafnvirði 16 milljarða króna, miðað við þáverandi gengi. Krónan hefur styrkst verulega frá þeim tíma. Mun sú gengisstyrking einnig hafa haft áhrif á áætlanagerðina og fjármögnun verkefnisins enda ljóst að stór hluti hennar mun koma frá fyrirtækjum vestanhafs.

Aðstandandi verkefnisins, Cambridge Plaza Hotel Company ehf., hefur ekki viljað tjá sig um þá stöðu sem upp er komin, né heldur Arion banki sem er aðallánveitandi til verkefnisins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK