Jóhannes nýr framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar

Jóhannes Þór Skúlason.
Jóhannes Þór Skúlason. Ljósmynd/Aðsend

Jóhannes Þór Skúlason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór var valinn úr hópi 41 umsækjanda um starfið.

Hann hefur störf hjá SAF 10. júní næstkomandi. Jóhannes tekur við af Helgu Árnadóttur sem verið hefur framkvæmdastjóri samtakanna frá árinu 2013, að því er fram kemur í tilkynningu.

Jóhannes Þór er með BA próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands auk þess að vera með kennsluréttindi frá sama skóla. Undanfarið hefur hann starfað sem aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, ásamt því að hafa umtalsverða reynslu úr stjórnmálum og stjórnsýslu á umliðnum árum, m.a. sem aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs er hann var forsætisráðherra. Þá hefur Jóhannes Þór starfað sem grunnskólakennari og almannatengslaráðgjafi ásamt því að hafa verið talsmaður InDefence hópsins.

Jóhannes Þór er kvæntur Æsu Strand Viðarsdóttur, bókasafns- og upplýsingafræðingi við Listaháskóla Íslands, og eiga þau saman tvö börn á unglingsaldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK