Þakíbúð á rúmar 400 milljónir króna

Hafnartorg. Dýrasta þakíbúðin er í húsinu lengst til hægri á ...
Hafnartorg. Dýrasta þakíbúðin er í húsinu lengst til hægri á myndinni mbl.is/RAX

Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks, segir að á Hafnartorgi verði nýr gæðaflokkur í íbúðum á Íslandi. Fermetraverðið verði hæst vel á aðra milljón króna.

Samkvæmt því mun 440 fermetra þakíbúð sem snýr að Hörpu kosta 400-500 milljónir. Alls 69 íbúðir verða á Hafnartorgi og þar af níu þakíbúðir. Þorvaldur segir arkitekta og innanhúshönnuði hafa unnið að hönnun þakíbúðanna.

Niðurstaðan sé íbúðir í gæðaflokki sem standist samanburð við lúxusíbúðir í erlendum stórborgum. Það verði sérstaklega mikið lagt í stóru þakíbúðina á Geirsgötu. Þar verði fjórar íbúðir sameinaðar í eina, að því er fram kemur í  umfjöllun um framkvæmdir þessar í Morgunblaðinu í dag.

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir