Þjónustugjöld lækki verulega

Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna.
Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna. Ljósmynd/Kristinn Magnússon

„Það er líklegt að hefðbundin þjónustugjöld lækki verulega á næstu fimm árum vegna aukinnar samkeppni við opnun bankakerfisins. Hins vegar felast fjölmörg tækifæri í þessum breytingum fyrir banka, sem geta skapað nýjar tekjur til að vega upp á móti þessum breytingum.“

Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Friðriks Þórs Snorrasonar, forstjóra Reiknistofu bankanna (RB), á vorráðstefnu RB sem haldin var í dag í Hörpu.

Þar voru ræddar fyrirhugaðar breytingar á fjármálamarkaði vegna innleiðingar nýrra greiðsluþjónustulaga á Evrópska efnahagssvæðinu, EES (PSD2). Á ráðstefnunni héldu erindi erlendir sérfræðingar á sviði fjártækni og þróunar fjármálakerfisins, að því er kemur fram í tilkynningu frá RB.

„Búist er við að áhrif lagabreytinganna verði víðtæk og hafi mikil áhrif á nær alla viðskiptabankastarfsemi, ekki bara greiðslumiðlun. Talið er að framþróun nýrra tæknilausna verði hröð og að samkeppnin aukist með þátttöku nýrra aðila á fjármálamarkaðinum. Líklegt er að við þessar breytingar mun þjónustuveitendum fjölga og að fjármálaþjónusta verði enn frekar samofin við aðra þætti efnahagslífsins og þjónusta til neytanda verða enn betri,“ segir í tilkynningunni.

Ræddi bresku leiðina

Á ráðstefnunni kom fram Faith Reynolds, fjármálasérfræðingur frá „Open Banking Entity“. Hún ræddi bresku leiðina, en stjórnvöld þar í landi settu OBE á laggir til að innleiða nýju greiðsluþjónustulögin.

Einnig komu fram Jan Sirich, fyrrverandi framkvæmdastjóri Open Banking hjá Nordea bank, Rohit Talware, framtíðarfræðingur og ráðgjafi, og Brian Bushnell, yfirmaður ráðgjafar hjá Sopra, og Andra Sonea, fjármálasérfræðingur hjá 11FS.

Í kjölfar erinda framsögumanna hófust pallborðsumræður um framtíð íslenska fjármálamarkaðarins, þar sem þátt tóku efnahags- og fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, Lilja Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar ehf., og Friðrik Þór Snorrason, forstjóri RB. Tómas Ingason, framkvæmdastjóri hjá WOW air og fyrrverandi forstöðumaður stafrænnar framtíðar hjá Arion banka, stýrði umræðum og fundi.

Bjarni Benediktsson á ráðstefnunni.
Bjarni Benediktsson á ráðstefnunni. Ljósmynd/Kristinn Magnússon

Klár í innleiðingu nýrra greiðsluþjónustulaga

Bjarni Benediktsson sagði að ríkisstjórnin væri klár í í innleiðingu á nýjum greiðsluþjónustulögum. Hann sagðist fagna því þegar góðir hlutir koma frá Evrópska efnahagssvæðinu sem eykur samkeppni neytendum til góða.

Lilja Einarsdóttir sagði að tekjustofnar bankanna séu fjölbreyttir og að áhættan liggi í því að gera ekki neitt á þessum tíma breytinga. Hún sagði jafnframt að þessar breytingar myndi hvata fyrir frjóa hugsun inni í bankana sem væri jákvætt og sagði að það væri tími kominn til að breyta bankaumhverfinu.

Stefán Sigurðsson sagðist sjá mikla hliðstæðu við opnun bankakerfisins með opnun fjarskiptageirans á sínum tíma. Hann sagði að það væri mikilvægt að horfa stöðugt fram á við og sjá tækifærin til að breikka starfsemina.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK