770 milljónir í nýtt hlutafé

Stofnendur íslenska tölvuleikjaframleiðandans Teatime.
Stofnendur íslenska tölvuleikjaframleiðandans Teatime. Ljósmynd/Teatime

Tölvuleikjaframleiðandinn Teatime hefur safnað 7,5 milljónum dollara í nýtt hlutafé eða sem samsvarar 770 milljónum króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu en áður höfðu alþjóðlegir fjárfestar lagt fyrirtækinu til 1,6 milljónir dollara, um 164 milljónir króna, í frumfjárfestingu. Frá stofnun fyrirtækisins í júlí á síðasta ári hafi fjárfestar þannig lagt Teatime til tæpan milljarð í hlutafé.

Fram kemur að aðalfjárfestirinn nú sé fjárfestingasjóðurinn Index Ventures, en fjárfestingasjóðurinn Atomico tekur einnig þátt í hlutafjáraukningunni. Í kjölfar hennar hafa Guzman Diaz frá Index Ventures, Mattias Ljungman frá Atomico og Davíð Helgason, stofnandi Unity Technologies, tekið sæti í stjórn Teatime. Stofnendur Teatime eru Þorsteinn B. Friðriksson, Ýmir Örn Finnbogason, Jóhann Bergþórsson og Gunnar Hólmsteinn.

Teatime hyggst að því er segir í tilkynningunni nota fjármagnið til að fjölga starfsfólki sínu hér á landi, sérstaklega forriturum, og þróa samskiptatækni sína enn frekar. Til að mynda til að bjóða upp á samþættingu hennar við aðra leikjaframleiðendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK