Aðhaldið ítrekað ofmetið í hagspám

mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar felur í sér minna aðhald í ríkisfjármálum í ár en gert hafði verið ráð fyrir í febrúarspá Seðlabankans. Jafnframt eru horfur á meiri slökun á aðhaldi á spátímanum en áður hafði verið spáð.

Þetta kemur fram í Peningamálum Seðlabanka Íslands. Þar segir að þetta sé í takt við fyrri reynslu enda hafi aðhald ríkisfjármála undanfarin ár ítrekað reynst minna en spáð hefur verið. Þannig var t.d. gert ráð fyrir auknu aðhaldi árin 2015-2017 sem nam 1% af landsframleiðslu en þegar nýtt fjárlagafrumvarp lá fyrir við gerð nóvemberspárinnar það ár hafði matið snúist í slökun sem nam tæplega 2% af landsframleiðslu.

Frá vorspá Peningamála 2015 hefur aðhaldsstig ríkisfjármála árin 2015-2017, tímabilið þar sem spennan í þjóðarbúinu var í hámarki, því minnkað um 4% af landsframleiðslu eða sem samsvarar 102 ma.kr. miðað við landsframleiðslu ársins 2017. Í ljósi þessarar reynslu og umræðu um enn frekari eftirgjöf í aðhaldi opinberra fjármála kann núverandi mat á aðhaldi ríkisfjármála að vera of hátt,“ segir í Peningamálum. 

Gangi spá Seðlabankans eftir mun slakna á aðhaldi ríkisfjármála um 0,9% af landsframleiðslu á næstu tveimur árum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK