Byko greiði 400 milljónir í sekt

Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag þá niðurstöðu Áfrýjunarnefndar samkeppnismála að Byko hafi framið alvarleg brot á samkeppnislögum. Dæmdi dómstóllinn fyrirtækið til þess að greiða 400 milljónir króna í sekt en nefndin hafði áður dæmt það til þess að greiða 65 milljónir króna.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu að í maí 2015 hafi stofnunin komist að þeirri niðurstöðu að Byko hafi brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum með umfangsmiklu ólögmætu samráði við gömlu Húsasmiðjuna. Málið hafi hafist þegar Múrbúðin hafi snúið sér til Samkeppniseftirlitsins og greindi frá tilraunum til þess að fá hana til þess að taka þátt í samráðinu.

Samkeppniseftirlitið taldi að um alvarleg brot væri að ræða og lagði 650 milljóna króna sekt á Norvik, móðurfélag Byko. Norvik og Byko áfrýjuðu málinu til áfrýjunarnefndar samkeoonismála sem komast að þeirri niður stöðu í október 2015 að um brot gegn samkeppnislögum hefði verið að ræða en ekki EES-samningnum. Taldi nefndin brotin ekki eins alvarleg og Samkeppniseftirlitið.

Samkeppniseftirlitið höfðaði í kjölfarið mál fyrir héraðsdómi sem leiddi til áðurnefndrar niðurstöðu. Féllst dómurinn á að um alvarlegt samkeppnislagabrot væri að ræða á kostnað neytenda og brot gegn EES-samningnum.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK