Gætu farið fram á lögbann

Höfuðstöðvar Alvogen.
Höfuðstöðvar Alvogen. mbl.is/Kristinn Magnússon

Móðurfélag lyfjafyrirtækisins Alvogen segist áskilja sér allan rétt til þess að grípa til lagalegra úrræða vegna umfjöllunar Markaðarins um fjárfestakynningu sem var, að sögn Markaðarins, útbúin vegna mögulegrar sölu á starfsemi fyrirtækisins í mið- og austurhluta Evrópu.

Í frétt Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins, kom fram að borist hefði bréf frá lögmannsstofunni White & Case, sem er staðsett í Lundúnum, fyrir hönd Alvogen Lux Holdings. Þess hefði verið krafist að ekki yrði greint frá innihaldi fjárfestakynningarinnar. Að öðrum kosti áskildi Alvogen sér allan rétt til þess að grípa til lagalegra úrræða, þar á meðal að fara fram á lögbann. 

Samkvæmt umfjölluninni hefur lyfjafyrirtækið ráðið fjárfestingarbankann Jefferies sem ráðgjafa í tengslum við mögulega sölu á starfseminni. Þá kemur fram í fjárfestakynningunni að starfsemin í mið- og austurhluta Evrópu hafi skilað tekjum upp á um 20,6 milljörðum. 

Ekki náðist í Halldór Kristmannsson, tengilið fjölmiðla hjá Alvogen, við gerð fréttar mbl.is. 

Í umfjöllun Morgunblaðsins um eignarhald Alvogen í vor var varpað ljósi á hvernig þriðjungs­hlut­ur í fyr­ir­tæk­inu væri und­ir stjórn sjálf­seign­ar­stofn­un­ar (trust) sem Ró­bert Wessman kom á fót á af­l­ands­eyj­unni Jers­ey árið 2015. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK