Geta lært mikið af Finnum

Frá viðburðinum í Finnlandi.
Frá viðburðinum í Finnlandi. Ljósmynd/Karl Vilhjálmsson

Íslendingar geta lært mikið af Finnum hvað varðar stefnumótun stjórnvalda í nýsköpun og markvissa uppbyggingu hugverkaiðnaðar. Heilbrigðistækniiðnaður er ört vaxandi alþjóðlega og hafa útflutningstekjur Finna í þessum iðnaði fimmfaldast á síðustu 20 árum.

Þetta er meðal þess sem fram kom í ávarpi Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, á viðburði sem haldinn var í Helsinki í dag um nýsköpun og heilbrigðistækni í tengslum við opinbera heimsókn forseta Íslands til Finnlands, að því er kemur fram í tilkynningu.  

Það voru Samtök iðnaðarins, í samvinnu við systursamtök sín í Finnlandi, sem stóðu fyrir viðburðinum.

Guðni Jóhannesson, forseti Íslands og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.
Guðni Jóhannesson, forseti Íslands og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI. Ljósmynd/Karl Vilhjálmsson

Fulltrúar frá Össuri, Nox Medical og Mentis Cura kynntu lausnir sínar á sviði heilbrigðistækni að viðstöddum forseta Íslands og fjölmörgum öðrum gestum, ásamt þremur finnskum fyrirtækjum sem skara fram úr á sviði heilbrigðistækni.

Í ávarpi Sigurðar kom einnig fram að fyrirtækin sex frá Íslandi og Finnlandi væru dæmi þess hvernig nýsköpun og áralangar rannsóknir geta leitt til byltingarkenndra lausna sem skapa þjóðhagslegan ávinning um leið og lífsgæði eru bætt.

Samtök iðnaðarins stóðu fyrir viðburðinum í samvinnu við systursamtök sín ...
Samtök iðnaðarins stóðu fyrir viðburðinum í samvinnu við systursamtök sín í Finnlandi. Ljósmynd/Karl Vilhjálmsson

Það voru Pétur Már Halldórsson frá Nox Medical, Ívar Meyvantsson frá Mentis Cura og Kristleifur Kristjánsson frá Össuri sem kynntu sín fyrirtæki en þau eiga það öll sameiginlegt að stunda rannsóknir og þróun í heilbrigðistækni og hafa þróað vörur og lausnir á því sviði.

Forseti Íslands var meðal þeirra sem fluttu ávarp á viðburðinum.
Forseti Íslands var meðal þeirra sem fluttu ávarp á viðburðinum. Ljósmynd/Karl Vilhjálmsson
mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir