Nextjet gjaldþrota

Sænska flugfélagið Nextjet er gjaldþrota.
Sænska flugfélagið Nextjet er gjaldþrota. Wikipedia/Jhz94
<div id="premium-top">Sænska flugfélagið Nextjet hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum og aflýst öllum flugferðum frá og með hádegi í dag. </div> <div id="premium-container"> <p>Forstjóri Nextjet, Magnus Ivarsson, segir í fréttatilkynningu að þetta hafi verið erfið ákvörðun. Ekki síst vegna farþega sem þetta snertir beint sem og starfsfólk flugfélagsins. </p> <p>„Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til þess að reyna að finna lausn á vanda okkar en því miður ekki fundið hana. Skiptastjóri verður núna skipaður sem mun taka ákvörðun um framtíð fyrirtækisins,“ segir Ivarsson. </p> <p>Vefur Nextjet hrundi fljótlega eftir að tilkynningin var birt og ekki mögulegt að bóka ferðir með félaginu. Farþegar eru beðnir um að fara ekki út á flugvöll en hafa samband við ferðaskrifstofur eða greiðslukortafyrirtæki til þess að fá frekari upplýsingar. Þeir sem greiddu fyrir ferðir með greiðslukorti fá væntanlega endurgreitt.</p> <p>Samgöngustofnun landsins (s. Transportstyrelsen) ógilti starfsleyfi Nextjet í ágúst í fyrra vegna fjárhagserfiðleika þess. Hinsvegar fékk flugfélagið að halda starfseminni áfram á grundvelli tímabundins flugrekstrarleyfis og í október var gefið út nýtt leyfi af hálfu stofnunarinnar.</p> <p>Nextjet er með höfuðstöðvar á Arlanda flugvelli í Stokkhólmi. Meginþorri áætlunarflugs þess er til norðurhluta Svíþjóðar. </p> <p><a href="https://www.svt.se/nyheter/lokalt/norrbotten/nextjet-ansoker-om-konkurs-2" target="_blank"><strong>Frétt SVT</strong></a></p> <p><strong><a href="https://www.dn.se/ekonomi/flygbolaget-nextjet-i-konkurs/" target="_blank">Frétt Dagens Nyheder</a></strong></p> </div>
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK