Nextjet gjaldþrota

Sænska flugfélagið Nextjet er gjaldþrota.
Sænska flugfélagið Nextjet er gjaldþrota. Wikipedia/Jhz94
Sænska flugfélagið Nextjet hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum og aflýst öllum flugferðum frá og með hádegi í dag. 

Forstjóri Nextjet, Magnus Ivarsson, segir í fréttatilkynningu að þetta hafi verið erfið ákvörðun. Ekki síst vegna farþega sem þetta snertir beint sem og starfsfólk flugfélagsins. 

„Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til þess að reyna að finna lausn á vanda okkar en því miður ekki fundið hana. Skiptastjóri verður núna skipaður sem mun taka ákvörðun um framtíð fyrirtækisins,“ segir Ivarsson. 

Vefur Nextjet hrundi fljótlega eftir að tilkynningin var birt og ekki mögulegt að bóka ferðir með félaginu. Farþegar eru beðnir um að fara ekki út á flugvöll en hafa samband við ferðaskrifstofur eða greiðslukortafyrirtæki til þess að fá frekari upplýsingar. Þeir sem greiddu fyrir ferðir með greiðslukorti fá væntanlega endurgreitt.

Samgöngustofnun landsins (s. Transportstyrelsen) ógilti starfsleyfi Nextjet í ágúst í fyrra vegna fjárhagserfiðleika þess. Hinsvegar fékk flugfélagið að halda starfseminni áfram á grundvelli tímabundins flugrekstrarleyfis og í október var gefið út nýtt leyfi af hálfu stofnunarinnar.

Nextjet er með höfuðstöðvar á Arlanda flugvelli í Stokkhólmi. Meginþorri áætlunarflugs þess er til norðurhluta Svíþjóðar. 

Frétt SVT

Frétt Dagens Nyheder

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir