„Costco-áhrif“ óveruleg

„Fyrstu viðbrögð eru þau að mér finnst Hagar vera að ná vopnum sínum aftur með þessu uppgjöri,“ segir Jóhann Viðar Ívarsson hjá hlutabréfagreiningu IFS í samtali við ViðskiptaMoggann, „þó að uppgjörið líti ekki þannig út við fyrstu sýn.“

Jóhann segir það eflaust koma mörgum á óvart að „Costco-áhrifin“ virðast ætla að verða minni þegar til kastanna kemur heldur en menn bjuggust við. „Lækkunin á sölu með tilliti til aflagðar starfsemi er einungis 4,4% milli ára sem má að mestu leyti skrifa á verðhjöðnun sem hefur átt sér stað á matvörumarkaði, fyrst og síðast vegna styrkingar krónu. Hagar halda álagningu sinni að fullu milli ára, sem verður að teljast góðs viti fyrir þá.“

Hagnaður Haga dróst saman um 41% milli rekstrarára, en reikningar félagsins spanna frá 1. mars til loka febrúar ár hvert. Markaðsaðilar eru sammála um aðfélagið stefni í rétta átt í ljósi þess að rekstrarárið litaðist af endurskipulagningu félagsins og verðhjöðnun á matvörumarkaði, að því er kemur fram í frétt ViðskiptaMoggans. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK