Endurskoðunarrisar undirbúa uppskiptingu

AFP

Fjögur stærstu endurskoðunarfyrirtækin hafa látið útbúa viðbragðsáætlun við mögulegri uppskiptingu fyrirtækjanna í Bretlandi sem stjórnmálamenn og eftirlitsstofnanir hafa talað fyrir. 

Þrýstingur á að fyrirtækjunum fjórum  KPMG, Deloitte, EY og PwC — verði skipt upp hefur aukist eftir gjaldþrot breska stórfyrirtækja sem vakti spurningar um gæði endurskoðunar og ráðgjafar fyrirtækjanna, að því er kemur fram í frétt Financial TimesEr gjaldþrot breska verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Carilli­on nefnt í því sam­hengi en end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tækið KPMG er nú til rann­sókn­ar vegna máls­ins.

Í nýrri þingskýrslu sem var kynnt í vikunni eru yfirvöld hvött til þess að skilja ráðgjafarstarfsemina frá endurskoðuninni en forstjóri breska endurskoðunareftirlitsins hafði áður lýst yfir stuðningi við þann valkost. Stjórnendur endurskoðunarfyrirtækjanna segja að búið sé að gera ráðstafanir ef til þess kemur.  

Eft­ir­lits­stofn­an­ir sem hafa auga með end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tækj­um víðs veg­ar um heim fundu al­var­lega van­kanta á tveim­ur af hverj­um fimm end­ur­skoðunum sem rann­sakaðar voru á síðasta ári. Þetta kom fram í úttekt sem var birt í vor. Þá voru end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­in í nokkr­um til­fell­um ekki óháð vegna fjár­hag­stengsla við viðskipta­vini. 

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir