Fjallaböð í Þjórsárdal

Hótelið verður byggt inn í fjallið og herbergi standa stök ...
Hótelið verður byggt inn í fjallið og herbergi standa stök út úr jörðinni. Mynd/Basalt arkitektar

Framkvæmdir við Fjallaböðin, nýjan baðstað og 40 herbergja hótel, munu hefjast við Reykholt í Þjórsárdal á næsta ári.

Verkefnið, sem hefur verið í þróun í þrjú ár og mun kosta um fjóra milljarða króna, er í helmingseigu Íslenskra heilsulinda, dótturfélags Bláa lónsins, og frumkvöðlanna Magnúsar Orra Schram, Ellerts K. Schram og Ragnheiðar Bjarkar Sigurðardóttur.

Magnús Orri segir í samtali við ViðskiptaMoggann í dag,  að Þjórsárdalurinn hafi setið eftir sem ferðamannastaður á undanförnum árum, þrátt fyrir að þar sé að finna marga áhugaverða sögustaði og fagrar náttúruperlur.

Ásamt því að byggja Fjallaböðin, mun þjónustumiðstöð rísa í 8 km fjarlægð frá böðunum. Þá munu Rauðukambar, félagið utan um verkefnið, leggja Skeiða- og Gnúpverjahreppi lið við uppbyggingu innviða í Þjórsárdal, þar á meðal við brúarsmíði, göngustíga og reiðleiðir.

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir