Sýn hagnast um 56 milljónir króna

Ljósmynd/Aðsend

Fjarskiptafélagið Sýn hf. hagnaðist um 56 milljónir króna eftir skatta á fyrsta fjórðungi ársins, að því er fram kemur í afkomutilkynningu félagsins til Kauphallar Íslands. Í desember 2017 keypti félagið tilteknar eignir og rekstur 365 miðla hf. og gætir áhrifa af því á samanburð fjárhæða á milli ára, eins og fram kemur í tilkynningunni.

Hagnaður ársfjórðungsins leiðréttur fyrir einskiptisliðum er eftir skatta 150 milljónir króna sem er 33% lækkun frá sama tímabili á fyrra ári. Tekjur félagsins á fjórðungnum námu rúmum 5,3 milljörðum króna, og hækkuðu um 69% á milli ára. Eigið fé í lok tímabilsins voru rúmir 10 milljarðar króna, og eiginfjárhlutfall var 39,7%.

„Það er ánægjulegt að sjá fyrsta fjórðung sameinaðs fyrirtækis skila tekjuaukningu upp á 69% sem er umfram væntingar,“ segir Stefán Sigurðsson forstjóri félagsins í afkomutilkynningunni. Þá segir hann kostnað fjórðungsins háan, enda samlegðar ekki tekið að gæta í neinum mæli.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir